UN Bókhald

Okkar Þjónusta

Okkar Þjónusta

 
Screen Shot 2018-01-29 at 1.49.31 PM.png

Við höfum umsjón með  fjölmörgum einkahlutafélögum af ýmsum toga ss. verslanir, veitingahús, ferðaþjónusta arkitektar, verkfræðingar, iðnaðarmenn, hönnuðir, sjávarútvegsfyrirtæki, hreingerningafyrirtæki, fiskvinnsla, verkalýðsfélög, tryggingasalar, fasteignasalar og einstaklingum í ýmsum rekstri. Ásamt því gerum við skattframtöl fyrir einstaklinga

 

alhliða bókhaldsþjónusta

 • Skilagreinum virðisaukaskatts er skilað rafrænt beint úr bókhaldskerfinu. það kemur í veg fyrir villur í skilum og minnkar afstemmingavinnu. Krafa stofnast í netbanka félagsins um leið og skil hafa átt sér stað. 
 • Afstemming og umsýsla. 
 • Útskrift sölureikninga og stofnun kröfu er birtist í banka viðkomandi ef óskað er. 
 • Viðskiptamannalistar og hreyfingar. 
 • Launaútreikningur og skil á launatengdum gjöldum. 
 • Skil á iðgjöldum og lífeyrissjóðsgjöldum. 
 • Skattframtal og ársreikningagerð fyrir lögaðila. 
 • Skil á launa-, verktaka-, hlutafjár- og hlunnindamiðum

stofnun félaga

 • Tökum að okkur skjalagerð við stofnun einkahlutafélaga. Þjónustan tryggir að rétt sé staðið að öllum málum og við sjáum um að öllum gögnum sé skilað í hendur réttra aðila. 
 • Við tökum einnig að okkur skyldur skoðunarmanns hjá einkahlutafélögum enda sé vinna við gerð skattframtals og ársreiknings í okkar höndum.
 • Leitið frekari upplýsinga um stofnun einkahlutafélaga hjá okkur.
 

Ársreikningar og skattaframtöl 

 • Gerum ársreikninga og skattframtöl fyrir einstaklinga með rekstur, lögaðila, samlags og sameignarfélög. Framtöl eru send rafrænt til skattstofa. 
 • Skattframtal og ársreikningagerð fyrir lögaðila 
 • Skattframtal einstaklings með rekstur 
 • Skattframtal einstaklings, hjóna og sambúðarfólks 
 • Umsjón með kærum til skattayfirvalda 
 • Svörun á fyrirspurnum skattayfirvalda 
 • Tökum að okkur frágang skattframtala fyrir einstaklinga

Húsfélagaþjónusta 

 • Gjaldkerastörf 
 • Færsla bókhalds 
 • Endurgreiðslubeiðni virðisaukaskatts 
 • Ýmsar afstemmingar 
 • Ársreikningar 
 • Boðun aðalfundar